Dalvík/Reynir búnir að ráða nýjan þjálfara

Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur gengið frá samning við Dragan Kristinn Stojanovic um þjálfun liðsins til næstu tveggja ára.
Dragan er reynslumikill þjálfari en hann hefur meðal annars þjálfað hjá Þór á Akureyri, kvennalið Þór/KA, Völsung, KF og Fjarðabyggð en hann lét af störfum þar árið 2020.
Flestir leikir á hans þjálfaraferli hafa verið í 2. deildinni á Íslandi.
Dragan kom fyrst til landsins sem leikmaður og lék með Fjarðabyggð frá 2001-2003 og fór þaðan til Þórs. Hann hefur því allan sinn feril á Íslandi leikið eða þjálfað á Norður- og Austurlandi.
Það verður spennandi að sjá hvernig hann mun móta liðið áfram í 2. deild karla á næsta ári.
Dragan er fæddur árið 1968 í Serbíu, en hefur búið á Íslandi í rúmlega 20 ár. Hann er nú búsettur á Akureyri.