Dalvík-Reynir bjargaði sér frá falli

Lið Dalvíkur/Reynis lék við lið KFR í gær í fallbaráttuslag í 3. deild karla í knattspyrnu. KFR gat með sigri sent Dalvík/Reyni í fallsætið, en Úlfar Valsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 68. mínútu leiksins og tryggði Dalvík/Reyni sæti í 3. deildinni að ári. Þetta var aðeins fjórði sigur liðsins í sumar í deildinni en liðið féll úr 2. deild í fyrra ásamt Tindastóli, sem hefur nú tryggt sér sigur í 3. deildinni og leikur í 2. deild næsta sumar. Ein umferð er eftir af mótinu.

Tindastóll lék einnig í gær og unnu þeir lið KFS 6-0 og sinn 16. sigurleik í sumar.