Dalvík/Reynir mætti Tindastól í Mjólkurbikarnum í gær á Dalvíkurvelli. Fjölmenni var í stúkunni í þessum nágrannaslag.

Það voru gestirnir frá Skagafirði sem komust yfir leiknum á 18. mínútu þegar Jón Gísli Stefánsson skoraði. Dómarinn var alveg að fara flauta til hálfleiks þegar Borja Laguna jafnaði leikinn í 1-1.

Stólarnir náðu sér í þrjú gul spjöld á fyrstu 15 mínútum síðari hálfleiks og hart var barist.

Áki Sölvason skoraði annað mark Dalvíkur á 72. mínútu en skömmu áður hafði þjálfari Dalvíkur gert tvær skiptingar.

Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum gerðu heimamenn þrjár skiptingar í viðbót og létu ferskar lappir inná.

Stólarnir náður ekki að jafna leikinn og komst Dalvík/Reynir því áfram í næstu umferð og heldur bikarævintýrið áfram.