Dalvík og Þór mættust á Kjarnafæðismótinu

Dalvík/Reynir lék gegn Þór á Kjarnafæðismótinu í dag í Boganum á Akureyri. Var þetta annar leikur Dalvíkinga á mótinu, en liðið hafði áður tapað fyrir KF. Þór hafði hinsvegar unnið KA-2 stórt í sínum fyrsta leik.

Bæði þið tefldu fram ungu liði og sérstaklega voru ungir strákar á varamannabekknum í dag.

Staðan var 0-0 í hálfleik. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 77. mínútu en það voru Þórsarar sem komust yfir með marki frá Bjarna Brynjólfssyni. Bjarni skoraði aftur á 84. mínútu og kom Þór í 2-0 og í uppbótartíma skoraði hann sitt þriðja mark og innsiglaði sigurinn. Lokatölur 3-0 fyrir Þór.

Næsti leikur Dalvíkur/Reynis verður 15. janúar gegn KA-2.