Dalvík með sigur á heimavelli í 7 marka leik
Dalvík/Reynir mætti ÍH á Dalvíkurvelli í dag í 3. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu. D/R hafði unnið KH og Vængi Júpíters í fyrstu tveimur umferðunum og ekki fengið á sig mark. ÍH var án stiga fyrir þennan leik en liðið tapaði báðum leikjum í 1. og 2. umferðinni.
Það voru gestirnir frá Hafnarfirði sem byrjuðu leikinn heldur erfiðlega en þeir gerðu sjálfsmark á 4. mínútu og var því D/R komnir í 1-0. ÍH jafnaði leikinn í 1-1 á 25. mínútu. Dalvík/Reynir svaraði skömmu síðar þegar Þröstur Jónasson skoraði og kom heimamönnum yfir 2-1 á 32. mínútu. Hafnfirðingarnir voru fljótir að svara fyrir sig og aðeins fimm mínútum síðar og jöfnuðu leikinn í 2-2 og þannig var staðan í hálfleik.
Heimamenn byrjuðu af krafti á og skoruðu strax í byrjun síðari hálfleiks þegar Númi Kárason skoraði á 48. mínútu og kom D/R yfir í 3-2.
Borja Laguna skoraði á 65. mínútu úr víti fyrir D/R og kom þeim í góða stöðu, 4-2 á 65. mínútu.
Gestirnir voru ekki alveg hættir og skoruðu þeir 81. mínútu úr víti og minnkuðu muninn í 4-3.
Fleiri mörk voru þó ekki skoruð í þessum mikla marka leik.
Dalvík/Reynir er því enn á toppnum með 9 stig eftir þrjár umferðir.