Dalvík með öruggan sigur í Mjólkurbikarnum – umfjöllun í boði Siglufjarðar apóteks

Umfjöllun um leiki Knattspyrnufélags Fjallabyggðar í vor og sumar verða í boði Siglufjarðar apóteks sem eru aðalstyrktaraðili.

Dalvík/Reynir mætti Kormák/Hvöt í Mjólkurbikarnum í dag á Sauðárkróksvelli.  Kormákur voru með fjóra erlenda leikmenn í byrjunarliðinu og hinn reynslumikla Bjarka Má Árnason, sem er fæddur árið 1978. Hann lék í mörg ár með Tindastóli en hefur leikið síðustu ár með Kormáki/Hvöt.

Það var hart barist í fyrri hálfleik og náði Steinar Logi fyrirliði D/R í gult spjald. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og var staðan því 0-0 þegar dómarinn flautaði til leikhlés.

D/R gerði eina skiptingu í hálfleik og kom Jóhann Örn inná fyrir Elvar Frey. D/R gerði fyrst mark leiksins á 56. mínútu þegar Bjarmi Fannar Óskarsson skoraði, staðan 0-1.

Númi Kárason skoraði annað mark D/R á 78. mínútu og kom þeim í 0-2.

Bæði lið misstu leikmann af veilli á á 87. mínútu, en dómari leiksins hafði veifað gula spjaldinu allnokkrum sinnum í síðari hálfleik.

Dalvík/Reynir kláraði svo leikinn á 89. mínútu þegar Númi Kárason skoraði aftur og kom þeim í 0-3 þegar skammt var eftir.

Heimamenn gerðu þrefalda skiptingu í uppbótartíma og leiktíminn fjaraði út, lokatölur urðu 0-3 fyrir D/R.