Dalvík keppti við KA á Kjarnafæðismótinu

Dalvík/Reynir og KA-2 kepptu á Kjarnafæðismótinu í gær í A-deild karla. KA-2 er 2. flokkur KA, strákar fæddir á árunum 2003-2006. Dalvík tefldi fram blönduðu liði, margir ungir strákar fengu tækifæri í leiknum og þeir yngstu fæddir árið 2006.

Dalvík/Reynir komst yfir í fyrri hálfleik á 27. mínútu þegar Jóhann Örn setti boltann í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik en þá gerði D/R þrjár skiptingar.

Um miðjan síðari hálfleik skoraði KA jöfnunarmark, eða á 59. mínútu og staðan orðin 1-1. KA skoruðu annað mark nokkrum mínútum síðar og komust yfir 1-2.

Dalvík gerði nokkrar skiptingar til viðbótar og fengu nærri allir leikmenn á varamannabekknum tækifæri til að sýna sig. Leiknum lauk með sigri KA 1-2.

Dalvík/Reynir hefur klárað sína þrjá leiki í riðlinum og eru án stiga en skoruðu 1 mark og fengu á sig 7.