Dalvík/Reynir mætti KFG á Samsungvellinum í Garðabæ í 21. umferð Íslandsmótsins í 3. deild karla. KFG gat með sigri átt möguleika á 2. sæti deildarinnar með hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni. Dalvík gat tryggt sér efsta sætið og rétt til að leika í 2. deildinni að ári með sigri. Þetta var því risastór leikur fyrir bæði liðin og mikið undir.

Gestirnir frá Dalvíkurbyggð byrjuðu vel og komust yfir á 19. mínútu þegar Númi Kárason skoraði. Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Þröstur Jónasson og kom gestunum í 0-2.

KFG minnkaði muninn á 42. mínútu og var staðan 1-2 í hálfleik.

Heimamenn gerðu tvöfalda skiptingu í hálfleik settu allt kapp á að jafna leikinn.  Þjálfari D/R gerði tvöfalda skiptingu 71. mínútu þegar Númi Kárason og Borja Laguna voru teknir útaf og Jóhann Örn og Rúnar Helgi Björnsson voru settir inná.

Dalvík/Reynir komst í góða stöðu á 83. mínútu þegar Þröstur Jónasson skoraði sitt annað mark og kom D/R í 1-3 þegar skammt var eftir.

Aftur gerði þjálfari KFG tvöfalda skiptingu og liðið var með óþreytta leikmenn á lokamínútunum. KFG minnkaði muninn í 2-3 á 88. mínútu og var gríðarleg spennan síðustu mínúturnar.

Dalvík náði einni skiptingu í uppbótartíma og KFG missti leikmann af velli, en fleiri mörk voru ekki skoruð og vann Dalvík/Reynir leikinn 2-3 og tryggði sér sæti í 2. deild að ári.

Ein umferð er eftir og skýrist þá hverjir verða 3. deildar meistarar. Dalvík leikur við Augnablik í lokaumferðinni en ljóst er að Sindri og D/R fara upp um deild.

D/R er núna í 1. sæti deildarinnar með tveggja stiga forskot á Sindra.

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og standing