Dalvík/Reynir og Haukar í Hafnafirði mættust í dag í 3. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla. Lið Hauka hafði byrjað mótið vel og sótt einn sigur og jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum sem skiluðu þeim í toppsætin í deildinni í upphafi móts. Dalvík hafði sótt einn sigur og tapað einum leik fyrir þennan leik.

Gestirnir gerðu eina skiptingu snemma í fyrri hálfleik þegar Númi Kárason þurfti skiptingu en inná kom Angantýr Gautason. Skömmu síðar kom fyrsta mark leiksins þegar Fannar Friðleifsson skoraði fyrir Hauka.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn, en Dalvíkingar náðu sér þó í tvö gul spjöld áður en dómarinn flautaði til hálfleiks.

Bæði lið gerðu nokkrar skiptingar um miðjan síðari hálfleik og kom Jóhann Örn inná fyrir Gunnlaug Rafn á 61. mínútu fyrir D/R. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Borja Lopez fyrir Dalvík og jafnaði leikinn. Hans fyrsta mark í deildinni í sumar, en hann hafði áður gert eitt mark í bikarnum.

Á 87. mínútu fékk Hamdja Kamara sitt annað gula spjald fyrir Dalvík og lék liðið því einum leikmanni færri það sem eftir lifið leiks.

Haukar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn síðustu mínútur leiksins og náði Dalvík/Reynir að halda út og sækja eitt stig á þessum erfiða útivelli.