Dalvík efstir í 3.deild karla eftir sigur á Hvammstangarvelli

Dalvík/Reynir mætti Kormáki/Hvöt á Hvammstangarvelli í dag í frestuðum leik. D/R gátu með sigri náð 2ja stiga forskoti í 3. deild karla í knattspyrnu. Dalvík vann fyrri leik liðanna í deildinni í sumar 4-2 og sló einnig út liðið í bikarnum 0-3.

Það var mikil stöðubarátta í fyrri hálfleik og talsvert um brot, en dómarinn veifaði gulaspjaldinu fimm sinnum. Staðan var 0-0 í hálfleik.

D/R braut ísinn á 60. mínútu þegar Borja Laguna skoraði úr víti. Halldór Jóhannesson skoraði á 73. mínútu annað mark fyrir D/R og kom þeim í 0-2. Þremur mínútum síðar skoraði Borja Laguna aftur og kom gestunum í góða stöðu, 0-3.

Þjálfari D/R gat leyft sér að nýta allar skiptingar í síðari hálfleik, en heimamenn gerðu eina skiptingu í hálfleik og tvær skiptingar í lok leiksins.

Gestirnir kláruðu leikinn, skyldu sigur, 0-3 og eru núna í góðum málum þegar þrír leikir eru eftir.