Dagskrá Trilludaga í dag

Trilludagar verða settir á Siglufirði í dag. Mikið líf verður við smábátahöfnina þar sem boðið verður upp á siglingu og sjóstangveiði. Blakmót verður á strandblakvellinum, Hestasport við Mjölhúsið, Síldargengið rúntar um bæinn, Sirkus Íslands verður með sýningu, fjölskyldugrill á hátíðarsvæðinu og fjöldi tónlistaratriða verður í kvöld.