Nú er dagskráin orðin ljós fyrir Trilludaga sem fara fram á Siglufirði laugardaginn 29. júlí. Setning verður kl. 10:00 og frítt verður á sjóstöng kl. 10:15-15:00. Þess á milli verður aflinn grillaður og fjör á hátíðarsvæðinu allan daginn, m.a. hoppukastalar og tónlist á bryggjunni.