Samhliða Þjóðlagahátíð á Siglufirði í sumar þá verður einnig Þjóðlagaakademía sem er námskeið um íslenska og erlenda þjóðlagatónlist og opið öllum almenningi.

Í Þjóðlagaakademíunni verða kennd íslensk þjóðlög, þ.á.m. rímnalög, tvísöngslög, sálmalög og druslur. Þá verða dansaðir miðaldadansar og kennt að leika á langspil og íslenska fiðlu. Einnig verða haldin erindi um erlenda þjóðlagatónlist.

Kennslan fer fram á kirkjulofti Siglufjarðarkirkju dagana 1.-5. júlí.

Miðvikudagur 1. júlí
16.00-17.00 Móttaka í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar. Sagt frá þjóðlagasöfnun sr. Bjarna. Gunnsteinn Ólafsson.
20.00-24.00 Tónleikar

Fimmtudagur 2. júlí
9.00-11.00 Rímnalög. Guðrún Ingimundardóttir
11.00-12.00 Íslenskir þjóðdansar. Kolfinna Sigurvinsdóttir
13.00-14.00 Tónlist í norskum stafkirkjum. Tónleikar í Siglufjarðarkirkju
14.00-15.00 Víkingatónlist. Paul Höxbro, Danmörku
15.00-16.00 Íslensk þjóðlög. Gunnsteinn Ólafsson
20.00-24.00 Tónleikar

Föstudagur 3. júlí

10.00-11.00 Tvísöngur. Guðrún Ingimundardóttir
11.00-12.00 Ólafur helgi og tónlist honum tengd. Elisabeth Holmertz, Noregi
13.00-14.00 Skosk þjóðlagatónlist. Jamie Laval, Bandaríkjunum
14.00-15.00 Rúnasöngur í Eistlandi. Kristiina Ehin, Eistlandi
15.00-16.00 Langspil og íslensk fiðla. Hildur Heimisdóttir
20.00-24.00 Tónleikar

Laugardagur 4. júlí

10.00-11.00 Skoskir dansar. Jamie Laval, Bandaríkjunum                                          11.00-12.00 Norrænir þjóðdansar. Paul Höxbro, Danmörku og Öyonn Groven Myhren, Noregi                                                                                                                                    14.00-24.00 Tónleikar

Sunnudagur 5. júlí
14.00-16.00 Tónleikar