Dagskrá Sjómannadagshelgarinnar á laugardag

Það verður þétt dagskrá í dag í Ólafsfirði vegna Sjómannadagshelgarinnar. Strax klukkan 9:30 hefst Dorgveiðikeppni við höfnina fyrir börnin. Í hádeginu verður svo kappróður sjómanna við höfnina og grill og gos. Eftir hádegið verður keppt um Alfreðsstöngina í tímaþraut og trukkadrætti við Tjarnarborg og sundlaugina. Klukkan 15:00 hefst Sjómannadagsleikurinn þegar Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætir Þrótti úr Vogum, en nánar verður fjallað um þann leik þegar úrslit liggja fyrir.

Klukkan 17:00 hefst knattleikur Sjómanna gegn Landmönnum á Ólafsfjarðarvelli. Ingó veðurguð stjórnar svo brekkusöng við Tjarnarborg kl. 21:00. Semsagt frábær dagskrá og skemmtun í dag í Ólafsfirði.