Dagskrá Ljóðaseturs næstu daga

Ljóðasetur Íslands verður með fjölbreytta dagskrá næstu daga í tilefni Þjóðlagahátíðar og Strandmenningarhátíðar á Siglufirði.  Lifandi viðburðir verða kl. 16.00 alla daga. Dagskráin næstu daga er eftirfarandi:

 • 4. júlí Flutt lög við ljóð eftir Siglfirðinga og Fljótamenn
 • 5. júlí Flutt íslensk ljóð í enskum þýðingum
 •  

  6. júlí Fluttir söngvar um höf og fjöll

 •  

  7. júlí Flutt gömul og ný siglfirsk kvæðalög

 •  

  8. júlí Flutt lög við ljóð úr ljóðabókinni Þorpið eftir Jón úr Vör

  Allir velkomnir – Enginn aðgangseyrir – Bara að njóta