Dagskrá Ljóðahátíðar Glóðar á Siglufirði

Fimmtudagur 13. sept:

 • Ljóðadagskrá á vinnustöðum kl. 15.00 – 16.30
 • Nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar lesa fyrir bæjarbúa
 • Ljóðakvöld í Ljóðasetrinu kl. 19.15
 • Ingunn Snædal og Sigurður Skúlason koma fram

Föstudagur 14. sept:

 • Ljóðalestur í Grunnskóla Fjallabyggðar
 • Ingunn Snædal les úr verkum sínum fyrir nemendur eldri deildar
 • Ljóðalestur á Skálarhlíð kl. 15.30
 • Sigurður Helgi Sigurðsson lítur í heimsókn og les fyrir íbúa og gesti
 • Ljóðræn myndlistarsýning í Ráðhússal kl. 14.00 – 17.00
 • Á sýningunni eru myndir úr listaverkasafni Fjallabyggðar og ljóð sem nemendur úr 8. og 9.  bekk ortu við þær í ljóðasamkeppni hátíðarinnar
 • Úrslit í ljóðasamkeppni – Ráðhússalur kl. 16.30
 • Úrslitin í ljóðasamkeppninni kunngjörð og vinningsljóðin flutt
 • Hvílíkt snilldarverk er maðurinn – Tjarnarborg kl. 20.00
 • Einleikur eftir Sigurð Skúlason  og Benedikt Árnason byggður á höfundarverki Williams Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Leikari er Sigurður Skúlason og Benedikt sér um leiksjórn. Aðgangseyrir aðeins 1.500 kr.

Laugardagur 15. sept:

 • Ljóð og lög – Ljóðasetur kl. 16.00
 • Þórarinn Hannesson les úr verkum sínum og flytur eigin lög við ljóð ýmissa skálda
 • Ljóðasetur – Merkar bækur kl. 17.00
 • Forstöðumaður segir frá merkum bókum í eigu setursins
 • Kvöldstund í Ljóðasetrinu kl. 20.00
 • Kertaljós, ljóðalestur og tónlist í bland við léttar veitingar.
 • Fram koma: Páll Helgason, Sigurður Helgi Sigurðsson, Þórarinn Hannesson, Þorsteinn Sveinsson, Guðni Brynjólfur Ásgeirsson o.fl.

Athygli er vakin á því að notaðar ljóðabækur eru seldar með 25% afslætti á Ljóðasetrinu á meðan á hátíðinni stendur.

Félag um Ljóðasetur Íslands og Ungmennafélagið Glói standa að hátíðinni
Fjallabyggð styrkir hátíðina.

Heimild: www.ljodasetur.123.is