Dagskrá í Ljóðasetrinu næstu daga

Sumarstarfsemin í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði er komin í fullan gang. Opið er alla daga frá kl. 14.00 – 17.00 og eru lifandi viðburðir alla daga kl. 16.00.

Dagskrá næstu daga:

  • Föstudag 29. júní – Þórarinn Hannesson flytur ljóð sín.
  • Laugardag 30. júní – Flutt verða lög við ljóð eftir ýmsar skáldkonur.
  •  

    Sunnudagur 1. júlí – Lesin og sungin ljóð úr Söngvum förumannsins eftir Stefán frá Hvítadal.

  •  

    Mánudagur 2. júlí – Gömul og ný kvæðalög hljóma.