Um verslunarmannahelgina í Alþýðuhúsinu á Siglufirði verður fjölbreytt dagskrá fyrir fullorðna og börn. Guðný Kristmansdóttir sýnir verk sín,  Paola Daniele verður með gjörning og listasmiðja verður fyrir börn og aðstandendur. Einnig verður Sunnudagskaffi með skapandi fólki.

Dagskrá:

Föstudaginn 4. ágúst kl. 16.00 – 19.00 opnar Guðný Kristmannsdóttir sýningu í Kompunni
Föstudaginn 4. ágúst kl. 17.00 verður Paola Daniele með gjörning í Alþýðuhúsinu.
Laugardaginn 5. ágúst kl. 10.00 – 13.00 verður listasmiðja fyrir börn og aðstandendur við Alþýðuhúsið. ( Vinsamlegast sendið börn ekki án umsjónar og komið með hamar ef tök er á )
Sunnudaginn 6. ágúst kl. 14.30 – 15.30 munu Arnar Steinn og Helena Stefánsdóttir ( í Ljósastöðinni) vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki.
Sýning Guðnýjar er opin alla helgina kl. 14.00 – 17.00.
Frítt á alla viðburði. Verið velkomin.