Dagskrá á Ljóðasetrinu um helgina

Í dag kl. 16.00 á Ljóðasetri Íslands mun tónlistarfólkið Sverrir Garðarsson og Sonja Jónsdóttir koma fram og leika og syngja eigin lög og texta. Sverrir hefur sungið með fjölda hljómsveita vestur á Bíldudal og er í dag meðlimur í Fjallabræðrum. Hann gaf út disk með frumsömdum lögum fyrr í sumar og á Sonja flesta textana.

Á sunnudag kl. 16.00 munu þeir bræður Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir troða upp á Ljóðasetrinu, en þessir ungu og efnilegu drengir hafa vakið athygli fyrir sérlega vandaðan söng og gítarleik. Munu þeir leika lög úr ýmsum áttum.

Enginn aðgangseyrir er að viðburðum í Ljóðasetrinu.