Föstudagskvöldið 18. mars kl. 20.00 verður dagskrá á Ljóðasetrinu á Siglufirði fyrir Úkraínu. Tilgangur hennar er að vekja athygli á ýmsum leiðum sem fólk getur farið til að veita aðstoð í þeim hörmungum sem nú ganga yfir úkraínsku þjóðina.
Dagskráin samanstendur af tónlist og ljóðlist þar sem fjallað er um stríð og frið. Fram koma hljómsveitin Ástarpungarnir, Edda Björk Jónsdóttir, Þórarinn Hannesson og fleiri.
Á slóðinni hér fyrir neðan má m.a. sjá upplýsingar um einstaka fjársafnanir á vegum íslenskra félagasamtaka. Einnig verður söfnunarbaukur á Ljóðasetrinu sem gestir geta stungið aur í. Þeir peningar munu renna til Rauða krossins vegna Úkraínu.
Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum Ljóðasetursins.