Fjölskylduhátíðin Trilludagar verður haldin laugardaginn 29. júlí næstkomandi á Siglufirði. Boðið verður upp á sjóstöng og siglingar út á fjörðinn og grill á hafnarbakkanum. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, og nú er um að gera að taka daginn frá og setja í dagatalið. Nánar verður fjallað um viðburðinn síðar.