Dagsektum á eignina Aðalgötu 6 á Siglufirði hefur verið frestað þar sem eigandinn hefur gefið svör um fyrirhugaðar framkvæmdir á húsnæðinu. Eigandinn hefur lagt fram áætlun um að viðgerðum verði lokið fyrir 15 ágúst n.k.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hafði áður ákveðið að beita dagsektum frá og með 8. júlí að upphæð 10.000 kr fyrir hvern dag.