Skipulags- og umhverfsnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt að beita dagsektum á húseignina Aðalgötu 6 á Siglufirði þar sem ekki hefur verið unnið eftir verkáætlun sem eigandinn lagði fram um úrbætur á húseigninni. Áður var samið um að úrbótum yrði lokið 15. ágúst en ekkert hefur verið framkvæmt af verkáætluninni fram að þessu. Því hefur verið samþykkt að leggja 10.000 kr. dagsektir frá 23. september næstkomandi.