Á 155. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar krafðist nefndin þess að eigendur fasteignanna Aðalgata 6 og 6b á Siglufirði myndu skila inn tímasettri áætlun um hvenær framkvæmdir hefjist við lagfæringar á húsunum og hvenær þeim verði lokið. Berist slík áætlun ekki innan tveggja vikna taki nefndin ákvörðun um hvort rétt sé að leggja á dagsektir eða beita öðrum úrræðum laga um mannvirki.
Nú er tímafresturinn liðinn og tók nefndin málið fyrir á nýjan leik.
Aðalgata 6
Ekki hefur borist nein áætlun frá eiganda Aðalgötu 6 á Siglufirði. Tæknideild Fjallabyggðar hefur því lagt til að lagðar verði á dagsektir að upphæð 10.000 kr. fyrir hvern dag frá og með 8. júlí 2013. Eiganda er gefinn kostur á að tjá sig um álagðar dagsektir fyrir 8. júlí.
Aðalgata 6b
Borist hefur tímasett áætlun frá eiganda Aðalgötu 6b á Siglufirði um úrbætur á fasteigninni. Tæknideild Fjallabyggðar hefur því lagt til ekki verði aðhafst frekar í málinu að svo stöddu.