Dag- og göngudeild geðþjónustu á Sjúkrahúsi Akureyrar lokar frá og með mánudeginum 11. desember 2023 til og með 12. janúar 2024 vegna endurskoðunar og umbóta á starfsemi.

Á þessu tímabili stöðvast öll starfsemi fyrir fullorðna í þjónustu dag- og göngudeildar nema bráðastarfsemi og ákveðnir hópar.

Starfsemi BUG teymis (barna- og unglingageðteymi) verður að mestu leyti óbreytt.

Móttaka lokar ásamt símsvörun: Hægt er að koma boðum inn á deildina í gegnum tölvupóst mottakasel@sak.is.

Erindi til BUG teymis er enn fremur hægt að senda inn í gegnum tölvupóstinn mottakasel@sak.is og verður pósturinn sendur til viðkomandi meðferðaraðila.