Vikulega mótaröðin hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar heitir nú Cutter og buck mótaröðin og var fyrsta mótið haldið 7. júní sl. á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Leiknar verða 12 umferðir á miðvikudögum í sumar í þessu móti hjá GFB. Fyrirkomulagið er höggleikur og punktakeppni í tveimur flokkum.

13 kylfingar voru skráðir til leiks á fyrsta mótinu af tólf. 8 tóku þátt í opnum flokki og 5 í áskorendaflokki.

Úrslit:

Í opnum flokki sigraði Þorleifur Gestsson með 21 punkt og í 2. sæti var Brynjar Heimir Þorleifsson með 20 punkta. Sigríður Guðmundsdóttir var í 3. sæti með 17 punkta.

Í áskorendaflokki sigraði Jóhann Júlíus Jóhannsson með 20 punkta, en þar var mikil spenna og jafnt leikur. Guðrún Unnsteins var í 2. sæti einnig með 20 punkta. Unnsteinn Sturluson var í 3. sæti einnig með 20 punkta.

Fæst högg hafði Sigurbjörn Þorleifsson, eða 37 högg og einnig Þorleifur Gestsson en hann var í 2. sæti. Ármann Viðar Sigurðsson var í 3. sæti með 39 högg.

Áskorendaflokkur
Höggleikur
Opinn flokkur