Covid-smitum fækkar á Norðurlandi
Samkvæmt nýjustu tölum þá eru núna 70 í einangrun með covid á öllu Norðurlandi, þar af 67 á Norðurlandi eystra. Þá eru alls 74 í sóttkví á öllu Norðurlandi, þar af 69 á Norðurlandi vestra.
Heildarfjöldi smita á landinu síðastliðinn sólarhring var 120.
Dalvíkurbyggð greindi frá því að 25 væru enn í einangrun og 32 í sóttkví í sveitarfélaginu.