Color Run hlaupið á Akureyri

The Color Run hlaupið fer fram á Akureyri laugardaginn 8. júlí.  Upphitun hefst kl. 15:00 og ræst verður út kl. 16:00. Hlaupið er nú haldið í fyrsta sinn á Akureyri en hefur verið haldið áður í Reykjavík. Takmarkað magn miða er í hlaupið. Frítt er fyrir börn yngri en 8 ára. Gert er ráð fyrir að  um 2.000 þátttakendum en aldrei hefur jafn mikill fjöldi tekið þátt í hlaupi á Akureyri. Umferðatakmarkanir verða á Akureyri meðan á hlaupinu stendur. Magni Ásgeirsson einn skipuleggjanda litahlaupsins á Akureyri.

Þetta snýst ekki um að klára hlaupið á sem skemmstum tíma heldur að hafa gaman og njóta þess að taka þátt. Það mun enginn vinna hlaupið því það er engin tímataka.

Með aðeins tvær leikreglur geta allir verið með í The Color Run:

1. Þú skalt vera í hvítum bol þegar þú byrjar!
2. Þú verður litabomba þegar þú kemur í endamarkið!

Við endamarkið verður síðan epískt litapartý, skemmtidagskrá, stuð og stemning fyrir framan sviðið.

The Color Run var fyrsta litahlaupið í heiminum og var fyrst hlaupið árið 2012 í Phoenix, Arizona og var það Bandaríkjamaðurinn Travis Snyder sem kom þessu hlaupi á laggirnar til að hvetja bæði atvinnu- og áhugahlaupara til að hlaupa saman til gamans. Hlaupið hefur farið sigurför um heiminn því um er að ræða einstakan fjölskylduviðburð sem haldinn hefur verið í meira en 40 löndum og tvær milljónir manna hafa tekið þátt.