Christopher Thor Oatman aftur til KF

Christopher Thor Oatman hefur skipt yfir í Knattspyrnufélag Fjallabyggðar samkvæmt upplýsingum frá KSÍ. Hann lék áður með liðinu árið 2018 en aðeins tvo leiki á vormánuðum. Hann er frá Kanada en spilaði síðast í Gíbraltar. Hann spilar sem  varnarsinnaður miðjumaður, og er 22 ára og 180 sm á hæð. Hann er kominn með leikheimild með liðinu og á vonandi eftir að styrkja miðjusvæðið hjá KF á Íslandsmótinu.