Byssumaðurinn færður aftur í fangelsi

Maðurinn sem var handtekinn á Svalbarðseyri eftir að hafa ógnað þar fólki með pinnabyssu, var leiddur fyrir dómara í dag. Maðurinn var á reynslulausn þegar þetta mál kom upp og hefur dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra nú úrskurðað að hann skuli færður á ný í fangelsi til að afplána eftirstöðvar dóms síns. Rannsókn málsins er langt komin. Þetta kemur fram hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.