Byrjendanámskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun á Akureyri

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn bjóða upp á byrjendanámskeið fyrir þá sem hafa áhuga á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Sams konar námskeið hafa verið haldin undanfarna vetur við góðar undirtektir þátttakenda. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 15. október 2011 frá klukkan 10:30-15 í Menntaskólanum á Akureyri í byggingunni Hólum.

Gengið er inn í húsið frá bílastæði við Þórunnarstræti (við heimavistina). Hólar er tengibyggingin á milli gamla skólans og annarra húsa ofar í brekkunni.

Viðfangsefni:

Námskeiðið miðast við byrjendur í stjörnuskoðun (12 ára og eldri). Það skiptist í tvo hluta:

a) Umfjöllun um stjörnuhimininn, sjónauka og stjörnufræðiforrit.

b) Umfjöllun um fyrirbæri í sólkerfinu og í Vetrarbrautinni sem hægt er að skoða í sjónauka.

Verð:

6.000 kr. – Almennt verð.

4.000 kr. – Verð fyrir nemendur, kennara og félaga í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness og Stjörnu-Oddafélaginu.

Skráning fer fram hér: