Byltingakenndar niðurstöður Primex ehf kynntar fyrir 25 þúsund gesti á sýningu í Genf

Líftæknifyrirtækið Primex ehf á Siglufirði kynnti á dögunum niðurstöður úr nýrri rannsókn á LipoSan, fæðubótarefni sem Primex hefur framleitt og markaðssett í rúm 15 ár. VitaFoods Europe sýningin í Genf var valin sem vettvangur til að kynna niðurstöðurnar og vöktu þær verðskuldaða athygli meðal fagaðila.

Niðurstöðurnar sýna  að LipoSan stuðlar að bættri þarmaflóru í síðari hluta ristilsins og auki myndun fitusýra sem eru okkur nauðsynlegar. Þessir prebiotic eiginleikar LipoSan geta haft góð áhrif á meltingu, slæman ristil og bólgur. Fyrri rannsóknir höfðu sýnt fram á virkni LipoSan til þyngdarstjórnunar og lækkunar á líkamsþyngdarstuðli (BMI). Matvælaöryggisstofnun Evrópu hefur staðfest að LipoSan hafi góð áhrif á slæmt kólesteról (LDL). Sjúkdómar og kvillar eiga oftar en ekki uppruna sinn vegna óæskilegrar þarmaflóru og því mikilvægt að hún sé lagi.

Þessar niðurstöður eru einstaklega ánægjulegar í ljósi þess að áralangar rannsóknir og framfarir í tækni í framleiðslu liggja að baki. Primex sér gríðarleg tækifæri til vaxtar í kjölfar þessarra uppgvötvana.

VitaFoods er fagsýning haldin ár hvert í Genf þar sem 22.000 fagaðilar tengdir heilsu- og snyrtivörumarkaði frá yfir 110 löndum koma saman og kynna nýjar vörur og efla viðskiptasambönd. Almennt er litið á þessa sýningu sem þá stærstu á heimsvísu fyrir í fæðubótarefni og heilsuvörur.

Áætlað er að þúsundir manna hafi lagt leið sína á bás Primex á meðan sýningunni stóð og er gríðarlegur áhugi á heilsutengdum neytendavörum sem fyrirtækið hefur nýverið sett á markað.

Að þessu sinni voru Primex og Lýsi með sameiginlegan sýningarbás og vakti íslenskt útlit og vörur fyrirtækjanna mikla athygli.