Byggja við Menntaskólann á Tröllaskaga

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í 231m2 viðbyggingu Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfirði ásamt breytingum á núverandi húsnæði. MTR var tekinn í notkun árið 2010 í gamla Gagnfræðaskólanum í Ólafsfirði eftir nokkrar endurbætur.  Skólinn var ekki fullbyggður, því að það vantaði matar-, félags-, og fundaraðstöðu fyrir nemendur og starfsmenn. Kostnaðarskipting við viðbygginguna er byggð á gömlu fyrirkomulagi sveitarfélaganna um skiptingu kostnaðar á uppbyggingu framhaldsskóla á Eyjafjarðarsvæðinu, en hún er eftirfarandi: Ríkið 60%, Fjallabyggð 20%, Sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu 20% (skipt eftir íbúafjölda)
Verktími er frá ágúst 2016 til 1. júlí 2017.
Helstu magntölur eru:
– Útgröftur 600m3
– Mótasmíði veggja 750m²
– Steinsteypa 100m3
– Málning veggja 300m²
– Dúkalögn 170m²
– Múrhúðun utanhúss 210m²

Ósk um afhendingu rafrænna útboðsgagna skal senda á netfangið avh@avh.is og verða þau afhent frá og með 11. júlí.  Tilboð skulu berast í lokuðu umslagi í Ráðhús Fjallabyggðar, Gránugötu 24 Siglufirði, fyrir kl. 14:00 mánudaginn 8. ágúst og verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

mtr