Byggja 8 nýjar íbúðir á Sauðárkróki

Húsnæðissjálfeignarstofnunin Skagfirskar leiguíbúðir hses, sem stofnuð er af Sveitarfélaginu Skagafirði, sótti stofnframlag hjá Íbúðalánasjóði og fékk úthlutað tæplega 50 milljónum króna til byggingar tveggja fjölbýlishúsa með alls 8 íbúðum, sem fyrirhugað er að reisa á Sauðárkróki. Er þar um að ræða tvær 3ja herbergja íbúðir og sex 4ra herbergja íbúðir.

Er þar um að ræða framlög til kaupa eða bygginga á hagkvæmum byggingum, svokölluðum leiguheimilum, sem er nýtt og byltingarkennt kerfi að danskri fyrirmynd sem gerir meðaltekjufólki kleift að komast í langtímaleigu.

Skilyrðin til að fá að leigja leiguheimili eru að tekjur og eignir séu í neðstu tveimur tekjufimmtungunum, en undir það falla nú um 31 þúsund skattheimili af 144 þúsund ef miðað er við fólk 25 ára og eldra.