Byggingarleyfi fyrir Golfskála á Siglufirði

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt að veita byggingarleyfi fyrir nýjum golfskála á Siglufirði. Lóð og byggingareitur golfskálans færist til um 70 metra á nýrri tillögu að breyttu deiliskipulagi í Hólsdal. Golfæfingasvæðið hliðrast einnig um 20 metra og bílastæði og stígar færast einnig til.  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur lagt til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og að fallið sé frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en Fjallabyggðar og umsækjanda.

Það er Landslag ehf. sem hefur unnið þessa breytingartillögu fyrir Selvík ehf.

Ljósmynd: Héðinsfjörður.is