Byggðaþróunarverkefnið Hrísey auglýsir úthlutin styrkja

Verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Hrísey, perla Eyjafjarðar auglýsir úthlutun styrkfjár verkefnisins fyrir árið 2017, eða kr. 5.000.000. Styrkfénu er ætlað að styrkja verkefni sem falla að áherslum byggðaverkefnisins. Ekki er gerð krafa um mótframlag en jafnan er það talið verkefnum til framdráttar ef þau laða fram krafta og aukið frumkvæði þátttakenda, í samræmi við þá hugsun sem liggur til grundvallar verkefninu Brothættar byggðir.
Umsóknum um styrki skal skila rafrænt á netfangið helgairis@akureyri.is fyrir mánudaginn 22. maí 2017. Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Helga Íris Ingólfsdóttir verkefnisstjóri í s. 6902333 eða á netfanginu helgairis@akureyri.is.

Nánari upplýsingar má finna á vef Hrísey.is.