Byggðarráð Skagafjarðar hafnar hækkunum

Samkvæmt samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Sveitarfélagsins Skagafjarðar þá eru viðmið um grunnlaun, þóknanir og starfstengdan kostnað sett sem hlutfall af þingfararkaupi á hverjum tíma. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur vísað því til sveitarstjórnar að hafna hækkun á launakjörum fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum sveitarfélagsins, sem leiðir af 44% hækkun þingfararkaups sem kjararáð úrskurðaði um þann 29. október síðastliðinn.