Byggðaráð Dalvíkurbyggðar skorar á Húsasmiðjuna að endurskoða ákvörðun sína

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar harmar þær fregnir að loka eigi útibúi Húsasmiðjunnar á Dalvík. Með þeirri lokun tapast ekki bara störf úr Dalvíkurbyggð heldur er um gríðarlega þjónustuskerðingu að ræða.

Verslunin á Dalvík hefur þjónað íbúum og fyrirtækjum sveitarfélagsins sem og nágrannasveitarfélögum og verið einn af hornsteinum þjónustu í heimabyggð.

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar skorar á Húsasmiðjuna að endurskoða þessa ákvörðun sína og gera sitt til að viðhalda því góða þjónustustigi sem er á svæðinu.

Þetta kom fram á fundi Byggðarráðs Dalvíkurbyggðar 28. október síðastliðinn.