Búið að panta töfrateppi á Skíðasvæðið í Skarðsdal

Nú berast nýjar fréttir frá Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði, en umsjónarmenn svæðisins hafa greint frá því að búið sé að panta svokallað töfrateppi sem sett verður upp í vetur. Söfnun hefur staðið yfir síðustu ár fyrir töfrateppinu sem mun hent vel yngri kynslóð skíðaiðkenda sem eiga erfitt með að taka lyftu. Frábærar fréttir það.

Þá er nú unnið á fullu að klára nýjan veg að nýjum upphafsstað í Skarðsdalnum og standa vonir um að það verkefni verði klárað á næstu tveimur árum.

En á þessari nýju upphafstöð sem verður í 340 metrahæð verður Skáli, T-lyftan, Súlulyftan og Töfrateppið.

Búist er við því að svæðið opni í desember eða þegar aðstæður leyfa.

Mynd: skarðsdalur.is