Búið að opna Ólafsfjarðarmúla

Vegagerðin greinir frá því í morgun að búið sé að opna Ólafsfjarðarmúla.

Norðanlands er hálka eða snjóþekja og sumstaðar éljagangur. Víða er unnið að hreinsun. Þæfingsfærð er á Hólasandi og á Hálsum, norðaustan til.

Umferðartölur sýna að mjög lítil umferð var í Fjallabyggð í gær. Um Siglufjarðarveg fóru 39 bílar, um Héðinsfjarðargöng fóru 239 bílar og um Ólafsfjarðarmúla fóru 16 bílar í gær. Þá fóru 207 bílar um Hámundarstaðarháls. Ef kíkt er aðeins fjær þá fóru 120 bílar um Sauðárkróksbraut og 75 bílar um Þverárfjallið, 176 um Öxnadalsheiði, þessar tölur sýna hve lítil umferð var í ófærðinni og óveðrinu í gær.

Umferðartölur eru samanlögð umferð óháð stefnu, upplýsingar úr Vegsjá Vegagerðarinnar.