Búið er að opna Ólafsfjarðarmúla en það er þæfingur á veginum og óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi. Siglufjarðarvegur en enn ófær og þar er stórhríð. Búið er að opna Vatnsskarð, en þar er hálka og skafrenningur.
Vetrarfæri er á norðurhelmingi landsins og margir fjallvegir ófærir eða lokaðir. Gular veðurviðvaranir eru í gildi frá Veðurstofu fyrir norðan- og austanvert landið til miðnættis.
-
Ólafsfjarðarmúli 18:45
Þæfingur er á veginum og óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi.
-
Vatnsskarð 18:24
Búið er að opna veginn. Þar er hálka og skafrenningur.
-
Ljósavatnsskarð 17:44
Vegurinn er lokaður vegna snjóflóðs sem féll yfir veg. Næstu upplýsingar koma í fyrramálið.
-
Víkurskarð 14:16
Vegurinn er lokaður vegna veðurs.
-
Þverárfjall 14:16
Vegurinn er lokaður vegna veðurs. Næstu upplýsingar koma í fyrramálið.
-
Siglufjarðarvegur 14:16
Vegurinn er lokaður vegna veðurs.
-
Dalsmynni 14:13
Vegurinn er ófær vegna veðurs og snjóflóðahættu.
-
Öxnadalsheiði 14:09
Vegurinn er lokaður vegna veðurs. Næstu upplýsingar koma í fyrramálið.