Síðasta opnunarhelgi Kaffi Rauðku á Siglufirði var um liðna helgi en staðnum hefur nú verið lokað út sumarið.  Ekki kemur fram á heimasíðu Kaffi Rauðku hvenær næsta opnun er. Ferðamenn og íbúar geta þó farið á Torgið í Gula húsinu, en þar er opið í hádeginu og síðdegis fram á kvöld.