Bubbi Morthens snýr aftur á Siglufjörð föstudaginn 5. október og mun spila á Allanum kl. 20:30. Miðaverð er 2500 kr.
Hægt er að kaupa miða á www.midi.is
Nú í haust mun Bubbi Morthens leggja land undir fót og heimsækja landsbyggðina auk þess sem hann mun koma fram á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að enginn tónlistarmaður hafi oftar farið um landið og haldið tónleika. Heiti tónleikaraðarinnar að þessu sinni er “Þorpin” og vísar Bubbi þar annars vegar í landsbyggðina og hins vegar í síðustu geislaplötu sem hann gaf út og ber nafnið Þorpið. Á þeirri plötu hverfur Bubbi að hluta til aftur í ræturnar og er kassagítarinn framar en hann hefur verið lengi. Platan sem kom út sl. vor hefur selst vel og verið látið vel af henni.
Viðkomustaðir í haust
Tónleikaröðin hefst í byrjun október og stendur yfir í rúman mánuð. Viðkomustaðirnir verða alls 23 að þessu sinni. Í vor stefnir Bubbi svo á að loka þessari tónleikaferð með rúmlega 20 viðkomustöðum í viðbót.