Brunavarnir Skagafjarðar óska eftir að ráða varaslökkviliðsstjóra. Starfið er laust frá og með 1. október 2020. Starfsemi Brunavarna Skagafjarðar heyrir undir sveitarstjóra. Varaslökkviliðsstjóri er staðgengill slökkviliðsstjóra. Hann ber ábyrgð á faglegri starfsemi Brunavarna Skagafjarðar í samvinnu við slökkviliðsstjóra. Er með umsjón og tekur þátt í þjálfun slökkviliðsins. Sér um daglegt eldvarnareftirlit, sinnir úttektum og yfirferð uppdrátta í samvinnu við slökkviliðsstjóra. Telst til vakthafandi liðsheildar og sinnir útköllum þegar þörf er á. Sinnir ýmsum verkefnum s.s. ráðgjöf og fræðslu. Starfar í samræmi við lög, reglugerðir, starfslýsingu og reglur sveitarfélagsins.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði reglugerðar nr. 792/2001 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og laga nr. 75/2000 um brunamál.
  • Vera með löggildingu sem slökkviliðsmaður og sjúkraflutningamaður. Hafa lokið námi fyrir eldvarnareftirlitsmenn frá Húsnæðis og mannvirkjastofnun (I og II) og hafa aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið. Stjórnendanámskeið frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er kostur. Gerð er krafa um iðnmenntun eða sambærilega menntun.
  • Hafa starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður.
  • Umsækjendur skulu hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og ekki vera haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að gangast undir ítarlega læknisskoðun og þrekpróf.