Brunavarnir Skagafjarðar auglýsa eftir liðsstyrk á Hofsósi og Sauðárkróki.

Um er að ræða hlutastarfandi slökkviliðsmenn á Hofsósi. Einnig eru teknar til greina umsóknir vegna starfsstöðvarinnar á Sauðárkróki. Starfið fellst í því að sinna útköllum og æfingum.

Umsóknarfrestur er til og með 12. september 2021.

Nánari upplýsingar gefur Svavar A. Birgisson, slökkviliðsstjóri, s: 453-5425 eða brunavarnir@skagafjordur.is.

Brunavarnir Skagafjarðar sinna viðbragðsþjónustu vegna eldsvoða, björgunar- og neyðarþjónustu við íbúa Skagafjarðar ásamt sjúkraflutningum. Fjögur stöðugildi eru í fullu starfi ásamt 25 slökkviliðsmönnum í hlutastarfi. Starf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er í senn krefjandi og gefandi.