Brunaæfing á 112 daginn í Fjallabyggð

112 dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær hjá Grunnskóla Fjallabyggðar. Sett var í gang brunaæfing og brunabjallan fór í gang, allir bekkir fóru í stafrófsröð og hittust út á sparkvelli, þar var tekið manntal.

Ámundi frá slökkviliði Fjallabyggðar kom á körfubílnum og allir sem vildu fengu að fara upp í körfunni.

Þá mættu félagar úr Björgunarsveitinni Strákum með sín tæki og tól.

Frá þessu er greint á vef Grunnskóla Fjallabyggðar.

Myndir: Grunnskóli Fjallabyggðar.