Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði úkraínsku þjóðarinnar.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir fullum stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga sama efnis.