Brimbrettafólk er reglulega hægt að sjá í ölduganginum í Ólafsfirði. Yfirleitt eru þetta hópar sem ferðast um landið til að grípa öldurnar eða einstaka heimamenn og konur. Áhugasamir geta einnig tekið áfanga í Menntaskólanum á Tröllaskaga þar sem kennt er á brimbretti, sjókajak og sjósund.
Þessir brimbrettakappar voru mættir eldsnemma í morgun í sjóinn í Ólafsfirði til að grípa ölduna.
Myndirnar tók Guðmundur Ingi Bjarnason, og eru þær birtar með hans góðfúsu leyfi.