Bridgemót á Siglufirði í minningu Gunnars Birgissonar
Bridgefélag Siglufjarðar býður til veislu 3. til 5. september 2021 en þá heldur félagið glæsilegt bridgemót á Siglufirði. Mótið í ár er haldið í minningu Gunnars Birgissonar sem lést fyrr á þessu ári.
Þetta er í fjórða skipti sem mótið er haldið. Stórglæsileg verðlaun eru í boði, bæði í tvímenningnum og sveitakeppninni. Að auki verður fjöldi aukaverðlauna í boði þar sem dregið verður úr nöfnum keppenda. Þess ber þó að geta að keppendur verða að vera viðstaddir verðlaunaafhendinguna til að hljóta verðlaunin og mega ekki hafa lent í verðlaunasæti.
Spilað verður í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Nánari upplýsingar hér.