Breytt skólahald í Fjallabyggð – unglingastigi verður kennt á Rauðkutorgi

Skólahald í Grunnskóla Fjallabyggðar verður með breyttum hætti frá og með morgundeginum 3. nóvember.

Ný aksturstafla tekur gildi og verður árgöngum keyrt á milli byggðarkjarna þannig að:

  • Yngsta stig 1.-4. bekkur verður í skólahúsinu við Norðurgötu.
  • Miðstig 5.-7. bekkur verður í skólahúsinu í Ólafsfirði.
  • Unglingastig verður til húsa á Rauðkutorgi á Siglufirði.

Grímuskylda er í skólabíl og verður skólaakstur aðeins fyrir nemendur skólanna í Fjallabyggð og starfsfólk þeirra.
Allir fæddir árið 2010 og fyrr verða að bera viðurkennda andlitsgrímu í skólarútu og útvega hana sjálfir.

Tökum höndum saman og hjálpumst að á þessum erfiðum tímum og látum hlutina ganga upp.

Mynd: Magnús Rúnar Magnússon